Rúmlega 15 þúsund manns hafa skrifað undir bréf sem hvetur Bayern Munchen til að halda stjóra sínum, Thomas Tuchel, á næstu leiktíð.
Búið er að gefa út að Tuchel hætti eftir tímabilið en það var sameiginleg ákvörðun eftir erfitt gengi í vetur.
Bayern er búið að játa sig sigrað í baráttunni um þýska meistaratitilinn en getur enn unnið Meistaradeildina og er komið í undanúrslit.
Margir stuðningsmenn Bayern vilja gefa Tuchel annað tímabil á Allianz Arena og var hann sjálfur spurður út málið á blaðamannafundi í gær.
,,Þó þetta segi góða hluti um mig þá er þetta ekki eitthvað sem er í fyrirrúmi og það má ekki vera það,“ sagði Tuchel.
,,Næstu 11 daga þá snýst þetta um fótbolta og ekkert annað. Við viljum vinna allt sem við getum unnið og fá eins mörg stig og við getum í Bundesligunni og komast í úrslit Meistaradeildarinnar.“