Keflavík 2 – 1 Breiðablik
1-0 Sami Kamel(’13)
2-0 Sami Kamel(’59)
2-1 Kristófer Ingi Kristinsson(’75)
Breiðablik er óvænt úr leik í Mjólkurbikar karla eftir leik við Keflavík á útivelli í kvöld.
Veðrið var frábært í lokaleik dagsins en það var einn maður sem reyndist munurinn á liðunum að þessu sinni.
Sami Kamel skoraði bæði mörk Keflvíkinga í viðureigninni en um er að ræða einn besta leikmann Lengjudeildarinnar.
Kamel skoraði tvö glæsileg mörk gegn Blikum sem lentu 2-0 undir en klóruðu í bakkann.
Kristófer Ingi Kristinsson lagaði stöðuna í 2-1 er um korter var eftir en þeir grænklæddu úr leik í 32-liða úrslitum sem er mjög óvænt.