Samkvæmt heimildum Give Me Sport er Liverpool alls ekki að horfa til þjálfarans Thiago Motta sem vinnur hjá Bologna.
Motta hefur gert frábæra hluti sem aðalþjálfari Bologna og hefur verið orðaður við starfið á Anfield í vetur.
Jurgen Klopp mun kveðja Liverpool eftir tímabilið og er ljóst að þeir ensku þurfa á nýjum manni að halda fyrir næsta tímabil.
Það er Fabrizio Romano, einn virtasti blaðamaður fótboltans, sem segir að Motta sé einfaldlega ekki á óskalista Liverpool.
Margir menn hafa verið orðaðir við Liverpool sem hefur verið á mikilli uppleið undanfarin ár undir stjórn Klopp.
Niko Kovac, fyrrum stjóri Bayern Munchen, hefur verið nefndur en í sömu grein er greint frá því að Liverpool hafi engan áhuga á hans starfskröftum.