Stuðningsmenn Liverpool eru stressaðir eftir að fréttir birtust af því að Alisson Becker markvörður Liverpool hefði ákveðið að setja húsið á sölu.
Alisson er búsettur í Manchester eins og flestir leikmenn Liverpool sem kjósa að búa í úthverfi Manchester.
Markvörðurinn hefur sett húsið á sölu og óttast margir stuðningsmenn Liverpool að hann vilji fara frá félaginu.
Búist er við talsverðum breytingum hjá Liverpool í sumar þegar Jurgen Klopp stígur frá borði sem skipstjóri liðsins.
Mo Salah er sagður líklegur til þess að fara frá félaginu og sögur hafa verið á kreiki um Virgil van Dijk en nú óttast stuðningsmenn Liverpool að Alisson gæti verið að leita sér að nýju liði.