Norski áhrifavaldurinn Therese Gudmundsen nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Ratar hún nú í ensku götublöðin og fær titilinn „kynþokkafyllsti stuðningsmaður Manchester United.“
Therese er mikill aðdáandi United og hefur oft birt myndir af sér í treyju félagsins til að mynda.
Hún er nú stödd á Balí þar sem hún nýtur lífsins. Deildi hún myndum þaðan með um 300 þúsund fylgjendum sínum og fékk afar jákvæð viðbörgð.
Hér að neðan má sjá myndirnar sem um ræðir og aðdáendur eru að missa sig yfir.