Dele Alli, leikmaður Everton, verður óvænt gestur í kvöld í sjónvarpsþættinum vinsæla Monday Night Football.
Um er að ræða knattspyrnuþátt á Sky Sports þar sem Jamie Carragher og Gary Neville fara yfir leiki umferðarinnar.
Alli er enn leikmaður í dag en hann er á mála hjá Everton sem spilar einmitt við Chelsea í kvöld.
Alli hefur ekkert spilað á þessu tímabili vegna meiðsla og mun nú reyna fyrir sér í sjónvarpi í fyrsta sinn.
Englendingurinn er enn aðeins 28 ára gamall og á að baki 37 landsleiki fyrir England og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Tottenham.