Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Val undirbúa sig nú fyrir aðra umferð Bestu deildar karla en liðið heimsækir Fylki á sunnudag. Gylfi átti frábæra frumraun í deildinni.
Gylfi var í byrjunarliði Vals sem vann góðan 2-0 sigur á ÍA í fyrstu umferð, hann lék þar 68 mínútur og tölfræði hans var góð.
Hjá tölfræðiveitu Fotmomb fær Gylfi 8,7 í einkunn fyrir frammistöðu sína. Hann var með 77 prósent heppnaðra sendinga í leiknum.
Gylfi skoraði eitt mark í leiknum en klikkaði á einu dauðafæri. Hann átti ellefu snertingar í teig ÍA í leiknum.
Gylfi fór í tvö návígi í leiknum og vann þau bæði. Hér að neðan er ítarleg tölfræði hans úr fyrsta leik.
Tölfræði Gylfa gegn ÍA:
Mínútur spilaðar – 68
Mark – 1
Heppnaðar sendingar – 27/35 (77 prósent)
Sköpuð færi – 4
Skot á markið – 3
Skot framhjá – 1
Klúðrað dauðafæri – 1
Snertingar – 52
Snertingar í teig andstæðinga – 11
Sendingar inn á þriðja vallarhelming – 3
Heppnaðar fyrirgjafir – 3/7 (43 prósent)
Vann boltann – 4 sinnum
Unnin návígi – 2/2