Erling Haaland fær afar slæma dóma fyrir frammistöðu sína gegn Real Madrid í 3-3 jafntefli liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær, framherjinn var lítið inni í leiknum.
Thierry Henry fyrrum sóknarmaður segir að framherji geti spilað vel án þess að skora.
Til þess að það verði raunin með Haaland þurfi hann að bæta einn þátt í leik sínum.
„Leikmenn geta bætt sig og ég trúi á því, en það er eitt sem hann gerir ekki vel. Hann er alltaf samsíða varnarmanninum, það er auðvelt fyrir varnarmenn að koma fæti fyrir framan hann,“ segir Henry.
„Ef þú ert fyrir framan og setur höndina í varnarmanninn, og býrð til fjarlægð. Þá getur þú fengið boltann og verndað hann.“
„Svo kemur þetta að gæðum þínum, en þú getur ekki leyft varnarmanninum að koma fæti fyrir framan þig. Þú verður að stýra ferðinni.“