Gylfi Þór Sigurðsson er spenntur fyrir byrjun Bestu deildarinnar sem hefst nú um helgina en Valur á leik á sunnudag.
Valsmenn spila á móti ÍA á sunnudeginum en deildin hefst á morgun með leik Víkings og Stjörnunnar.
Gylfi mun spila sinn fyrsta leik í efstu deild Íslands eftir mörg ár erlendis og er spenntur fyrir byrjun móts.
Gylfi var mættur á blaðamannafund Vals í dag og munum við birta helstu ummæli hans í dag.
,,Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu, loksins eru æfingaleikirnir búnir og deildin er að byrja, það er það sem við viljum gera. Við viljum spila fyrir þrjú stig og þar er meira undir en í síðustu leikjum, Lengjubikarnum eða æfingaleikjum,“ sagði Gylfi.
,,Nú er alvaran að byrja og þetta breytir undirbúningi manns fyrir leiki, maður hugsar meira um að vera í toppstandi á leikdegi. Ég er mjög spenntur og þetta verður hörkudeild.“