Roy Keane lét þau orð falla um helgina að Erling Haaland væri eins og framherji í fjórðu efstu deild á Englandi, þannig væri leikur hans þessa dagana.
Keane sagði að Haaland væri frábær markaskorari en annað í hans leik væri ekki gott.
Pep Guardiola svarar þessu í dag. „Ég er ekki sammála þessu, alls ekki,“ segir Guardiola.
„Þetta væri eins og ég færi að segja að Keane væri þjálfari fyrir aðra eða þriðju deild.“
„Haaland er besti framherji í heimi og hjálpaði okkur að vinna það sem við unnum á síðustu leiktíð. Það að við hefðum ekki skapað færi gegn Arsenal var ekki Erling að kenna.“
„Við þurfum fleiri leikmenn á síðasta þriðjung til að skapa.“
Pep Guardiola hits back at Roy Keane’s ‘League Two’ comments about Erling Haaland 👀😬 pic.twitter.com/ANoya8ehtT
— SPORTbible (@sportbible) April 3, 2024