fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Blikar ætla sér mun stærri hluti – „Spáin er alltaf bara skemmtileg“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynningarfundur Bestu deildar karla var haldinn í dag, eins og ár hvert. Þar var spá fyrirliða, þjálfara og formanna til að mynda opinberuð. Breiðabliki var spáð þriðja sæti þar en liðið ætlar sér stærri hluti.

„Spáin er alltaf bara skemmtileg og þessi viðburður yfirhöfuð. Við ætlum klárlega að gera betur en þessi spá segir til um og erum ekki að fókusera mikið á hana. En heilt yfir er þetta alltaf vorboði þessi viðburður og það er mikið mómentum með þessa vöru, Bestu deildina yfirhöfuð,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, við 433.is á kynningarfundinum í dag.

video
play-sharp-fill

Blikum gekk vel á undirbúningstímabilinu og unnu Lengjubikarinn eftir sigur á ÍA í úrslitaleik.

„Það er hrikalega góð stemning í hópnum. Við erum nýkomnir úr mjög vel lukkaðri æfingaferð. Við spiluðum leik í lok ferðar á móti Bundesliga-liði Köln. Það var góð frammistaða og ágætis niðurstaða. Við tókum það með okkur í leikinn á móti ÍA. Það er hrikalega góð stemning og menn vel undirbúnir.“

Halldór Árnason er á leið inn í sitt fyrsta tímabil sem aðalþjálfari Blika. Hann hefur verið aðstoðarmaður Óskars Hrafns Þorvaldssonar.

„Í grunninn erum við með svipuð kjarnagildi og gildismat. Það er ákveðið handbragð sem Dóri og þjálfarateymið vill halda í. En svo eru áherslubreytingar sem koma með nýju staffi og ég er mjög spenntur fyrir að sjá það framkvæmt í sumar.“

Blikar höfnuðu í fjórða sæti Bestu deildarinnar í fyrra en ætla sér mun betri hluti í ár.

„Það var leiðinlegt að vera úti úr keppninni í fyrra. Við teljum okkur geta verið keppnishæfa fram á lokadag og stefnum að sjálfsögðu á titilinn,“ sagði Höskuldur, en ítarlegra viðtal er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Í gær

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki
Hide picture