Fyrirtækið sem Mohamed Salah er með í kringum tekjur sína utan vallar hagnaðist um 5,4 milljónir punda eftir skatta í fyrra.
Um er að ræða 950 milljónir króna sem Salah fékk greiddar frá fyrirtækinu þegar allt var gert upp.
Fyrirtækið sér um að rukka auglýsingatekjur fyrir Salah en hann var í heildina með 11 milljónir punda í tekjur í fyrirtækinu á síðustu leiktíð.
Salah er með samninga við Uber, Vodafone og Pepsi svo eitthvað sé nefnt.
Fyrirtækið hefur á síðustu þremur árum verið með 27 milljónir punda í tekjur sem er væn summa en Salah þénar 70 milljónir á viku sem leikmaður Liverpool.