Það hefur ekkert farið framhjá fólki að Albert Guðmundsson er stórkostlegur leikmaður en hann spilar í dag með Genoa.
Albert er einnig íslenskur landsliðsmaður og spilaði frábærlega með Íslandi gegn Ísrael og Úkraínu á dögunum.
Um er að ræða gríðarlega spennandi leikmann og er útlit fyrir að hann fari í stærra lið í sumarglugganum.
Það var rætt frammistöðu Alberts í Íþróttavikunni á 433.is í vikunni þar sem Helgi Fannar Sigurðsson, Hrafnkell Freyr Ágústsson og Halldór Garðar Hermannsson ræddu málin.
,,Þetta er bara töframaður eins og Keli segir, hann er ekkert eðlilega flinkur með boltann og labbar framhjá mönnum eins og í marki þarna og smellti honum með vinstri,“ sagði Halldór.
Hrafnkell hrósaði Alberti enn frekar og bendir á að Age Hareide sé að nota Albert vel, annað en fyrrum landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson.
,,Hann svífur um finnst manni og það sem Age er búinn að gera það sem Arnar Þór gerði ekki, hann er búinn að finna stöðuna hans, hann er fyrir aftan og fær frjálsræði. Arnar var að reyna að troða honum á kanntinn eða einn upp á topp og það er ekki hann,“ segir Hrafnkell.