Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Wroclaw
Íslenska karlalandsliðið æfði á keppnisvellinum, Tarczynski Arena, hér í Wroclaw í dag. Framundan er úrslitaleikur við Úkraínu á morgun um sæti á EM.
Allir tóku þátt í æfingu dagsins. Óvissa hefur verið með þátttöku fyrirliðans Jóhanns Berg Guðmundssonar vegna meiðsla og Guðlaugur Victor Pálsson og Arnór Ingvi Traustason hafa verið í umræðunni af sömu ástæðu. Þeir æfðu þó í dag eins og aðrir leikmenn.
Tarczynski Arena, eða Wroclaw Stadium, tekur tæplega 43 þúsund manns í sæti og er allur hinn glæsilegasti. Var hann byggður fyrir EM í Póllandi og Úkraínu, sem haldið var 2012.
Meira
Einn leikmaður Íslands á sínum gamla heimavelli gegn Úkraínu