U20 karla mætir Ungverjalandi í dag í fyrri vináttuleik þjóðanna í mars.
Leikurinn fer fram á Gyirmóti Stadion í Györ í Ungverjalandi og hefst hann kl. 14:30 að íslenskum tíma.
Ungverska knattspyrnusambandið mun vera með leikinn í beinu streymi og verður hlekkur á leikinn birtur á miðlum KSÍ á leikdag.
Liðin mætast svo aftur, á sama stað, á föstudag.