Leikmenn Vals héldu heim á leið eftir vel heppnaða æfingaferð á laugardag en það vakti þó athygli að Gylfi Þór Sigurðsson var ekki með í för.
Gylfi samdi við Val á fimmtudag eftir að hafa æft með liði Vals í nokkra daga.
Gylfi hafði verið staddur á Spáni fyrir æfingaferðina og þurfti að fara aftur þangað sem hann hafði áður verið staðsettur.
Hlustaðu á ítarlegt einkaviðtal við Gylfa:
Valur lagði mikið á sig til að fá hann en FH bauð honum aldrei neitt – „Höfðu samband reglulega síðustu tólf mánuði“
Samkvæmt upplýsingum sem 433.is fékk er Gylfi hins vegar væntanlegur til landsins í dag og gæti spilað með Val gegn ÍA í undanúrslitum deildarbikarsins á miðvikudag.
Gylfi missir ekki af neinni æfingu hjá Val en Arnar Grétarsson þjálfari liðsins gaf tveggja daga frí eftir æfingaferðina.
Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá því í nóvember en hefur æft af krafti undanfarnar vikur og telur sig kláran í að taka þátt í leiknum á miðvikudag.