Sigurður Gísli Bond Snorrason, Siggi Bond, var gestur Íþróttavikunnar í þetta skiptið. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var í fréttunum á dögunum þegar hann sagði að honum liði ekki of vel með að spila á móti Ísrael, sem íslenska liðið mætir í umspili um sæti á EM á fimmtudag, vegna ástandsins á Gaza.
„Þetta er kannski 70/30 eftir þessi ummæli frá Age. Hann ákvað að kveikja aðeins í Ísraelunum,“ sagði Sigurður sem var ekki hrifinn af þessu útspili Hareide.
„Ég er ekki að tala um skoðanir hans, þetta er mjög eðlileg skoðun, en þú ert landsliðsþjálfari Íslands og ert að fara að spila á móti Ísrael. Ekki vera að koma með eitthvað svona komment.“
Hrafnkell tók undir þetta. „Mér hefur sjaldan fundist íþróttir og pólitík fara saman,“ skaut hann inn í.
„Ef þetta væri æfingaleikur, allt í lagi, en UEFA á þennan leik,“ sagði Sigurður að endingu um málið.
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar