Það er útlit fyrir það að Thibaut Courtois sé búinn að spila sinn síðasta landsleik undir Dominic Tedesco hjá belgíska landsliðinu.
Courtois hefur glímt við erfið meiðsli í vetur og ekkert spilað með Real Madrid en hefur til margra ára verið einnn besti markvörður heims.
Samband Courtois og Tedesco er í raun í molum en landsliðsþjálfarinn vill meina að hann sé búinn að gera allt til að laga stöðuna.
,,Það er gott að Courtois sé að ná fullum bata en hann hefur verið mjög skýr. Við einbeitum okkur að þeim leikmönnum sem eru hér,“ sagði Tedesco.
,,Ég reyndi allt sem ég gat til að taka hann með mér á EM í sumar en það síðasta sem ég heyrði var að hann væri ekki klár. Það var hreinskilni af hans hálfu.“
Courtois er svo sannarlega ósáttur með þessi ummæli Tedesco og kallar hann lygara með svokölluðum ’emoji’ köllum á Twitter.
Mynd af þessu má sjá hér.