Rio Mavuba fyrrum samherji Paul Pogba í franska landsliðinu telur líkur á því að Pogba hafi verið gabbaður til að taka ólögleg lyf.
Pogba hefur verið dæmdur í fjögurra ára bann frá fótbolta fyrir að taka stera og hefur Juventus sökum þess sett hann til hliðar.
Pogba var tekinn í lyfjapróf eftir leik Juventus og Udinese þann 20 ágúst.
Pogba var ónotaður varamaður í leiknum en gríðarlegt magn af testósterón var í líkama hans og mældist það í prófinu.
Mavuba telur brögð í tafli. „Ég hef trú á því að Pogba sé saklaus og reyndar þeirra skoðunar að hann hafi verið gabbaður í að taka eitthvað,“ segir Mavuba.
Pogba heldur fram sakleysi sínu og skoðar það hvort hann geti ekki áfrýjað dómnum til alþjóðlegra dómstóla vegna þess.