Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vildi fá vítaspyrnu undir lok leiks í kvöld er hans lið spilaði við Manchester City.
Jeremy Doku var klunnalegur innan teigs og virtist brjóta á Alexis Mac Allister en Michael Oliver og VAR sögðu nei.
Doku fór með takkana í rifbein Mac Allister innan teigs en náði þó örlítið til knattarins sem gæti hafa skipt sköpum.
Klopp var ósáttur eftir lokaflautið og vill meina að um augljósa vítaspyrnu hafi verið að ræða.
,,Þetta var augljós vítaspyrna, það sáu allir knattspyrnuaðdáendur á jörðinni,“ sagði Klopp eftir leikinn.
,,Hvar sem er á vellinum þá er dæmt brot á þetta og leikmaðurinn fær gult spjald.“