Burnley var nálægt því að vinna sjaldgæfan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti West Ham á útivelli í 28. umferð.
Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður Burnley en hann kom við sögu á 93. mínútu í uppbótartíma.
West Ham tókst að koma til baka í þessum leik en staðan var 2-0 fyrir heimamönnum eftir fyrri hálfleikinn.
Danny Ings reyndist hetja West Ham í viðureigninni en hann jafnaði metin á 92. mínútu, stuttu eftir að hafa komið inná.
Á sama tíma áttust við Brighton og Nottingham Forest þar sem sjálfsmark tryggði því fyrrnefnda 1-0 sigur.
West Ham 2 – 2 Burnley
0-1 David Datro Fofana(’11)
0-2 Konstantinos Mavrapanos(’45, sjálfsmark)
1-2 Lucas Paqueta(’46)
2-2 Danny Ings(’92)
Brighton 1 – 0 Nott. Forest
1-0 Andrew Obobamidele(’29, sjálfsmark)