Kjartan Henry Finnbogason var gestur Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Íslenska karlalandsliðið spilar síðar í þessum mánuði við Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM í sumar. Kjartan er nokkuð brattur fyrir leikjunum þó lykilmenn mættu vera á betri stað.
„Það er smá óvissa með okkar lið. Margir leikmenn sem við þurfum virkilega á að halda eru ekkert að spila eða ekkert að spila vel. En þegar íslenska landsliðið kemur saman hefur yfirleitt verið mikil samheldni og ég held að þessi úrslitaleikur sé mjög fínn séns fyrir okkur,“ segir Kjartan sem spáir íslenska liðinu sigri.
„Ég held að við vinnum Ísraela.“
Fari svo að Ísland vinni mætir liðið Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM.
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar