fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Víðir stingur niður penna eftir umræðuna undanfarið: Bendir á staðreyndir málsins – „Væri það sanngjarnt?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. mars 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Sigurðsson, blaðamaðurinn þaulreyndi, skrifar Bakvörð í Morgunblaðið í dag í kjölfar umræðu sem hefur verið um komandi leik íslenska karlalandsliðsins gegn því ísraelska.

Ísland og Ísrael mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM þann 21. mars. Spilað verður í Búdapest í Ungverjalandi þar sem KSÍ beitti sér gegn því að leikurinn færi fram í Ísrael.

Undanfarna daga og vikur hafa verið á kreiki vangaveltur um siðferði þess að spila leikinn við Ísrael í ljósi stríðsástandsins á Gaza og svo virðist sem einhverjir vilji hreinlega sjá Ísland sleppa því að mæta í leikinn.

„Ef íslenska liðið tæki upp á því að mæta ekki til leiks í Búdapest myndi það kosta þungar refsingar, jafnvel útilokun frá mótum á vegum UEFA,“ skrifar Víðir í Bakverði.

„Þá yrði um leið Ísrael færður úrslitaleikur gegn Úkraínu eða Bosníu um sæti á EM á silfurfati. Væri það sanngjarnt? Um þetta má endalaust þrefa fram og til baka.“

Víðir telur að UEFA þyrfti að taka skýrari afstöðu í svona málum.

„Þessi staða vekur spurningar. Rússar eru í banni hjá UEFA síðan þeir réðust inn í Úkraínu og það þykir sjálfsagt. Þarf ekki UEFA að draga skýrar línur í svona málum? Koma á vinnureglum um að þjóðir sem standi í hernaði eins og Rússar og Ísraelsmenn um þessar mundir taki ekki þátt í mótum á vegum sambandsins á meðan stríðsástand varir? Þá vita allir hvar þeir standa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands