Lögreglan í Manchester handtók stuðningsmann Manchester City í leik liðsins gegn Manchester United í gær.
Ástæðan er sú að maðurinn hafði verið að leika hrapandi flugvél og var þar að gera lítið úr því þegar stuðningsmenn og leikmenn United létust.
Stuðningsmenn annara liða gera þetta reglulega og eru þar að minna á Munich slysið þar sem 23 létust.
Flugvél Manchester lenti þá í slysi með þeim afleiðingum að leikmenn og stuðningsmenn létust.
Needs looking at @gmpolice pic.twitter.com/DEGsmiNUI9
— PATRON 🇵🇸 (@UTDPatron) March 3, 2024
Myndband náðist af manninum vera að leika flugvélina og var yfirvöldum bent á það.
Skömmu síðar mætti lögreglan á svæðið og færði manninn burt í járnum, fær hann líklega sekt og bann frá knattspyrnuvöllum.
Good work, he’s been nicked @gmpolice pic.twitter.com/hl7cxBzsqt
— PATRON 🇵🇸 (@UTDPatron) March 3, 2024