Það eru allar líkur á því að stórstjarnan Kylian Mbappe sé á förum frá Paris Saint-Germain í sumar.
Mbappe verður samningslaus hjá Paris Saint-Germain eftir tímabilið en hann vinnur þar undir stjórn Luis Enrique, fyrrum stjóra Barcelona.
Fyrrum franski landsliðsmaðurinn Christophe Dugarry er sannfærður um að Enrique sé ánægður með það að Mbappe sé að kveðja liðið.
Um er að ræða stærstu stjörnu franska stórliðsins en hann virkar oft áhugalaus á velli og gæti þurft á nýrri áskorun að halda.
,,Ég er nokkuð viss um að Luis Enrique sé enginn aðdáandi Kylian Mbappe. Hann er ekki hrifinn af því hvernig hann spilar eða hans viðhorfi,“ sagði Dugarry.
,,Er það því Enrique lítur of stórt á sjálfan sig eða er það því hann er með ákveðna hugmyndafræði úr spænska boltanum?“
,,Ég þekki það ekki en ég er viss um að honum líki illa við Mbappe. Faldi hann það vel? Það var það eina í stöðunni.“