Sam Allardyce er meira en reiðubúinn að fljúga til London strax á morgun til að taka við stórliði Chelsea.
Allardyce grínast sjálfur með það en engar líkur eru á að Chelsea sé að fara ráða hann til starfa þrátt fyrir erfitt gengi í vetur.
Starf Mauricio Pochettino, stjóra Chelsea, gæti vel verið í hættu en liðinu hefur gengið illa í deild og tapaði úrslitaleik deildabikarsins um helgina.
Allardyce þekkir það vel að þjálfa í efstu deild en er þekktastur fyrir skipulagðan og öflugan varnarleik.
,,Já algjörlega, ég myndi fljúga heim frá Dúbaí á morgun – komið mér þangað!“ sagði Allardyce.
,,Þetta er versti varnarleikur sem ég hef séð í ensku úrvalsdeildinni í langan, langan tíma.“
,,Að vera með góða sókn gefur þér bestu líkurnar á að ná í stig að lokum en góð vörn vinnur deildina fyrir þig.“