Liverpol 1 – 0 Chelsea
1-0 Virgil van Dijk(‘118)
Liverpool er enskur deildabikarmeistari 2024 eftir sigur á Chelsea í úrslitaleik á Wembley í kvöld.
Leikurinn var ansi fjörugur og fengu bæði lið nóg af færum en Liverpool var án margra lykilmanna í viðureigninni.
Þrátt fyrir öll færin var ekkert mark skorað í venjulegum leiktíma en tvö voru dæmd af vegna rangstöðu.
Það þurfti því að útkljá leikinn í framlengingu þar sem Virgil van Dijk tryggði þeim rauðklæddu sigur.
Van Dijk átti frábæran skalla eftir hornspyrnu sem tryggði sigur og verður mikið fagnað í Liverpool í kvöld.