Luton 1 – 2 Man Utd
0-1 Rasmus Höjlund (‘1)
0-2 Rasmus Höjlund (‘7)
1-2 Carlton Morris (’14)
Rasmus Hojlund var hetja Manchester United sem mætti Luton í lokaleik helgarinnar í kvöld.
Hojlund hefur verið sjóðandi heitur undanfarið en hann skoraði tvö mörk fyrir gestaliðið að þessu sinni.
Það tók Danann aðeins sjö mínútur að skora þessi tvö mörk og stefndi allt í mikla markaveislu.
Luton lagaði stöðuna á 14. mínútu en fleiri mörk voru svo ekki skoruð og 2-1 sigur United lokatölur.