Manchester City er komið með annan fótinn í næstu umferð Meistaradeildarinnar eftir leik við FC Kaupmannahöfn í kvöld.
Englandsmeistararnir unnu sannfærandi sigur 3-1 á FCK þar sem Kevin de Bruyne átti stórleik.
De Bruyne skoraði fyrsta mark City í leiknum og lagði svo upp bæði á Bernardo Silva og Phil Foden.
Athygli vekur að síðustu tíu mörk De Bruyne í Meistaradeildinni hafa komið í útsláttarkeppninni en ekki riðlakeppninni.
Man City’s main man 🗝️
Kevin de Bruyne’s last 10 UEFA Champions League goals have come in the knockout rounds of the competition 🤯#BBCFootball #UCL pic.twitter.com/HT93qNOHRz
— BBC Sport (@BBCSport) February 13, 2024