Það eru þónokkrir leikmenn Chelsea sem sjá eftir því að hafa skrifað undir langtímasamning við félagið á síðustu mánuðum.
Það er Athletic sem greinir frá en Chelsea hefur eytt rúmlega einum milljarð punda í leikmenn síðan 2022.
Gengi liðsins hefur ekki batnað á þessum tveimur árum og eru margir ósáttir með kaupstefnu liðsins.
Margir ungir leikmenn voru fengnir inn og skrifuðu undir allt að níu ára samning sem þeir sjá eftir í dag.
Verkefnið hjá Chelsea virðist ekki spennandi eftir skelfilegt gengi í vetur og er liðið langt frá Evrópubaráttu í ensku úrvalsdeildinni.
Athletic nefnir enga leikmenn á nöfn en fjölmargir aðilar koma til greina og gætu viljað komast burt í sumar.