Jurgen Klopp var á blaðamannafundi í dag spurður að því hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hendur eftir þessa leiktíð.
Klopp tilkynnti í morgun að hann væri að hætta sem stjóri Liverpool eftir leiktíðina og kom það mörgum í opna skjöldu.
„Ég hef aldrei lifað eðlilegu lífi. Þannig er það bara. Einu sinni var nóg að fá 3-4 vikur í sumarfrí en það er það ekki lengur,“ sagði Klopp á blaðamannafundi um ástæður brotthvarfsins.
Hann veit ekki hvað tekur við en ætlar að taka sér smá frí.
„Ég mun ekki þjálfa neitt lið eða land næsta árið. Og ég mun aldrei aftur þjálfa enskt lið, því get ég lofað. Þó ég eigi ekkert að borða, það mun ekki gerast.“