Það var mikil dramatík í Belgíu í kvöld er Eupen spilaði við RWDM í efstu deild þar í landi.
Tveir Íslendingar spiluðu þennan leik eða Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson sem eru á mála hjá Eupen.
Eupen var 1-0 yfir þegar um fimm mínútur voru eftir og þá ákvað dómari leiksins að flauta viðureignina af.
Stuðningsmenn RWDM gerðu allt vitlaust á vellinum en gengi liðsins undanfarið hefur verið afskaplega lélegt og eru margir komnir með upp í kok.
Búist er við að leikurinn endi með sigri Eupen og að síðustu fimm mínúturnar verði ekki spilaðar.
Stuðningsmenn RWDM byrjuðu að kasta blysum og reyksprengjum inn á völlinn og var í raun ekki mögulegt að halda keppni áfram.