Newcastle spurðist nýlega fyrir um hvort Joshua Kimmich, leikmaður Bayern Munchen, væri fáanlegur í þessum mánuði.
Það er Christian Falk, blaðamaður Bild í Þýskalandi, sem segir frá þessu en Kimmich hefur lengi verið lykilmaður hjá Bayern.
Hann hefur hins vegar verið orðaður við brottför undanfarið en samningur hans rennur út eftir næstu leiktíð.
Samkvæmt fréttum vill Kimmich þó ekki fara í þessum mánuði en er opinn fyrir því í sumar. Newcastle gæti því farið í viðræður við Bayern þá, þegar Kimmich á aðeins ár eftir af samningi sínum.
Our Story: Newcastle @NUFC made a request if a Transfer of Joshua Kimmich (28, contract til 2025) would be possible. But Kimmich is not interested in a Winter-Transfer. However, his future from summer is open. Bayern is is ready to negotiate @SPORTBILD
— Christian Falk (@cfbayern) January 17, 2024