Vinicius Junior er að eiga ansi góðan leik í kvöld en hann spilar með stórliði Real Madrid á Spáni.
Real spilar gegn erkifjendum sínum í Barcelona en staðan er 3-1 fyrir því fyrrnefnda er þetta er skrifað.
Um er að ræða úrslitaleikinn í Ofurbikarnum á Spáni en Vinicius er kominn með þrennu eftir aðeins 38 mínútur.
Brassinn var kominn með tvennu eftir aðeins tíu mínútur áður en Robert Lewandowski lagaði stöðuna fyrir Börsunga.
Stuttu seinna fékk Real vítaspyrnu og úr henni skoraði Vinicius til að fullkomna þrennu sína í leiknum.