Borussia Dortmund á von á því að ganga frá samningi við Ian Maatsen varnarmann Chelsea í þessari viku, hann kemur á láni.
Dortmund er að styrkja lið sitt og reynir að fá Jadon Sancho á láni frá Manchester United og Ian Maatsen er einnig á leið.
Maatsen var á láni hjá Burnley á síðustu leiktíð og var frábær þegar liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina.
Hollenski vinstri bakvörðurinn ákvað að reyna að fá tækifæri hjá Chelsea en þau hafa ekki verið mörg.
Maatsen kom til Chelsea árið 2019 en hann er 21 árs gamall og heldur nú til Dortmund.
🟡⚫️ Ian Maatsen on loan to Borussia Dortmund from Chelsea, moving to the final stages.
BVB expect to get it done this week, as called in the morning. https://t.co/Prtu6zlXeo
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 8, 2024