Það er enn von fyrir Stjörnuna að ná Evrópusæti á þessu tímabili í Bestu deild kvenna.
Stjarnan vann 3-1 sigur á Þór/KA á útivelli í dag en þrír leikir fóru fram í efri hluta úrslitakeppninnar.
Breiðablik er tveimur stigum á undan Stjörnunni í öðru sæti en Valur hefur nú þegar tryggt sér titilinn.
Blikar kláruðu sitt verkefni gegn FH og unnu 3-1 sigur en fá erfitt verkefni gegn Val í lokaumferðinni.
Þór/KA 1 – 3 Stjarnan
1-0 Hulda Björg Hannesdóttir
1-1 Andrea Mist Pálsdóttir
1-2 Hulda Hrund Arnarsdóttir
1-3 Hulda Hrund Arnarsdóttir
Þróttur R. 1 – 1 Valur
1-0 Elín Metta Jensen
1-1 Bryndís Arna Níelsdóttir
Breiðablik 3 – 1 FH
1-0 Birta Georgsdóttir
1-1 Snædís María Jörundsdóttir
2-1 Agla María Albertsdóttir
3-1 Clara Sigurðardóttir