fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Magnús brattur fyrir risaleik morgundagsins – „Fólk sem horfir á þetta utan frá hefur sínar skoðanir en trúin í klefanum hefur alltaf verið mikil“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 29. september 2023 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, býst við hörkuleik gegn Vestra á morgun í úrslitaleik umspils Lengjudeildar karla. Hans menn dvelja ekki við að hafa misst af toppsæti deildarinnar.

Liðin mætast á Laugardalsvelli klukkan 16 á morgun og er sæti í Bestu deildinni í húfi. Eftirvæntingin er því mikil.

Afturelding var á toppi Lengjudeildarinnar framan af móti en missti toppsætið til ÍA eftir aðeins tvo sigra í síðustu níu leikjum tímabilsins. Því þurfti liðið að fara í umspil og í undanúrslitum þess unnu Mosfellingar þægilegan sigur á Leikni.

„Draumamarkmiðið var að vinna deildina en raunhæfa markmiðið var að fara inn í umspilið og vera þá efstir þar. Það var það sem við náðum að gera,“ segir Magnús í hlaðvarpi Lengjudeildarinnar á 433.is.

Ánægður með fyrirkomulagið

Þrátt fyrir að hafa augljóslega viljað enda í efsta sæti er Magnús hrifinn af nýja fyrirkomulaginu á deildinni.

„Þetta er mjög gaman. Ég var einn af þeim fáu fyrir mót sem sá ljósið í þessu og spurði hvort við ættum ekki að prófa þetta áður en við færum að skjóta þetta niður. Mér heyrist á umræðunni að fleiri og fleiri sem gagnrýndu þetta harðlega fyrir mót séu farnir að snúast.

Við enduðum í öðru sæti og í gamla fyrirkomulaginu værum við komnir upp en það er enginn að spá í því. Við vissum að þetta fyrirkomulag væri svona og þetta er gríðarlega skemmtilegt.“

Þrátt fyrir að gengið hafi dalað þegar leið á hefur alltaf verið mikil trú í leikmannahópi Aftureldingar.

„Trúin í klefanum hefur alltaf verið til staðar. Ég er þar og fólk sem horfir á þetta utan frá hefur sínar skoðanir en trúin í klefanum hefur alltaf verið mikil.

Þessir síðustu níu leikir, hvernig þeir spiluðust, við áttum klárlega meira skilið. Þegar horft er á leikina, færin og tölfræðina áttum við að vinna fleiri leiki undir lok móts. Það gerðist ekki og það gaf okkur kannski bara auka bensín inn í þetta nýja mót.“

Verður skemmtilegur dagur

Magnús er spenntur fyrir að takast á við verkefni morgundagsins.

„Það er mikil spenna og tilhlökkun hjá bæði mér, strákunum, stuðningsmönnum og öllum í kringum þetta. Það eru allir spenntir fyrir því að takast á við þetta. Þetta verður geggjaður dagur fyrir bæði félög og maður finnur að það er mikill meðbyr.“

Magnús telur að það gæti gefið Aftureldingu enn meira að fara upp í gegnum umspilið en á hefðbundin máta.

„Engin spurning. Ég og strákarnir höfum lært mikið á síðustu vikum, að takast á við þetta. Það styrkir mann og bætir mann. Trúin hefur alltaf verið til staðar og ég hef ekki upplifað svona sterka liðsheild áður svo ég er gríðarlega ánægður með hvernig strákarnir eru að takast á við þetta og tækla þetta. Þeir geta farið bjartsýnir inn í þennan leik á laugardag.“

Hlaðvarpið í heild er hér að neðan, en þar er einnig rætt við Davíð Smára Lamude, þjálfara Vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978
433Sport
Í gær

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar