Sofyan Amrabat var bara klukkutímum frá því að ganga í raðir Liverpool í sumar samkvæmt Daily Mail.
Amrabat kom til Manchester United í sumarglugganum en hann gekk í raðir liðsins á láni frá Fiorentina.
Mail greinir frá því að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sé mikill aðdáandi Amrabat og hringdi sjálfur í hann í von um að sannfæra Marokkóan.
Viðræðurnar gengu ágætlega en Klopp ákvað svo að horfa frekar til Hollendingsins Ryan Gravenberch sem kom frá Bayern Munchen.
Bayern vildi ekki eyða neinum tíma á markaðnum og heimtaði að skiptin myndu ganga í gegn eins fljótt og hægt var.
Það gerði Amrabat kleift að skrifa undir hjá Man Utd og verður hann líklega keyptur næsta sumar.