Bolton vann stórsigur á U21 árs liði Manchester United í bikarkeppni neðri deilda á Englandi í gær.
Jón Daði Böðvarsson er á mála hjá Bolton og var Íslendingurinn í byrjunarliði í gær. Lék hann í 65 mínútur.
Skömmu áður en Jón Daði fór út af skoraði hann sjötta mark Bolton í leiknum og var það afar glæsilegt. Setti hann boltann í slána og inn.
Myndband af markinu er hér að neðan.
Always looks better when it goes in off the bar 🤩@jondadi 🇮🇸🔥#bwfc pic.twitter.com/UUsb91q0I5
— Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) September 27, 2023