The Upshot rifjar gjarnan upp sögur úr fótboltaheiminum sem gerðust utan vallar. Í nýrri upprifjun miðilsins voru knattspyrnuþjálfararnir Sven-Göran Eriksson og Steve McClaren teknir fyrir.
Erikson og McClaren eru auðvitað heimsfrægir knattspyrnustjórar og voru til að mynda báðir með enska landsliðið um tíma. McClaren var aðstoðarmaður Erikson áður en hann tók sjálfur við.
Það var árið 2012 sem Erikson mælti með Lowry hótelinu í Manchester fyrir félaga sinn McClaren.
Á hótelinu hitti McClaren, sem var giftur og átti þrjú börn, konu sem hann hóf framhjáhald með.
Enskir miðlar fjölluðu mikið um málið á sínum tíma eftir að upp komst um framhjáhaldið.
Það sem er magnað er að Erikson hélt framhjá með sömu konunni fimm árum áður.
Enn ótrúlegra er að þau hittust á sama hóteli, því sem Erikson hafði mælt með og sat konan á sama borði.