Stuðningsmenn Manchester United eru vægast sagt ósáttir við Scott McTominay eftir tapið gegn Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu í gær.
United heimsótti Bayern í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og vann þýska liðið 4-3.
Eftir leik vekur myndband af McTominay mikla athygli. Þar tapaði hann boltanum en virtist ekki hafa nokkurn áhuga á að hlaupa til baka í kjölfarið og endurheimta hann.
Stuðningsmenn United hakka hann í sig á samfélagsmiðlum eftir þetta.
„Þetta er til skammar,“ skrifaði einn.
„Óásættanlegt,“ skrifaði annar og margir taka í sama streng.
Myndband af atvikinu er hér að neðan.
If Scott McTominay cannot be bothered to sprint to redeem the error he made maybe he should have went to Fulham, cannot believe we still have him, fight for the badge! pic.twitter.com/xlBotiHsMx
— Stretford Post (@StretfordPost) September 21, 2023