Lengjudeildin - Uppgjörsþáttur
Nýjasti þáttur af Lengjudeildarmörkunum er komin út og má nálgast í meðfylgjandi hlekk.
Að vanda hafa þeir Helgi Fannar Sigurðsson íþróttablaðamaður og Hrafnkell Freyr Ágústsson sparkspekingur umsjón með þættinum.
Þáttur kvöldsins er þó með óhefðbundnu sniði. Það verða veittar viðurkenningar fyrir hitt og þetta og lið ársins að mati þáttarins opinberað.
Þá verður Viktor Jónsson, leikmaður ÍA, með þeim félögum í setti.