fbpx
Sunnudagur 01.október 2023
433Sport

Arnar Gunnlaugs brjálaður í beinni: Sagði fucking ítrekað – „Út og suður, djöfull er ég pirraður á þessum gaurum“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. júní 2023 21:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var brjálaður eftir 2-2 jafntefli gegn Breiðablik í kvöld. Víkingur var 0-2 yfir þegar sex mínútum var bætt við í uppbótartíma.

Sigurmark Blika kom þegar um mínúta var komin fram yfir uppgefin uppbótartíma sem Ívar Orri Kristjánsson gaf upp

„Mér er tjáð að það komi uppbótartími, hann fer eina og hálfa mínútu fram yfir. Ég er búinn að standa með þessum dómurum í mörg ár, ég hef miklar áhyggjur,“ sagði Arnar í beinni á Stöð2 Sport beint eftir leikinn.

„Það er svo mikið af atriðum sem er að, ein og hálf fucking mínúta í mikilvægasta leik tímabilsins. Svo missa menn sig í skapinu, svo bara beina menn gulu og rauðum spjöldum.“

Arnar vandar dómurum ekki kveðjurnar. „Þeir eru jafn heilagir og páfinn og benda á hvorn annan.“

Víkingar voru nálægt því að ná átta stiga forskoti á toppi deildarinnar en nú er liðið með fimm stiga forskot.

„Fyrsta markið, leikurinn er að verða búinn. Það var mjög klaufalegt, við verðum að halda okkur við staðreyndir. Ein og hálf mínútu fram yfir uppbótartímann,“ segir Arnar.

Arnar segir lið sitt hafa stjórnað leiknum. „Þetta var total control, þeir voru að gutla með boltann og voru flottir í því. Fengu ekki eitt einasta færi, vörðumst vel og skyndisóknir. Þetta var hinn fullkomni leikur,“ sagði Arnar og beindi svo aftur orðum sínum að Ívari dómari.

„Ívar Örn var ömurlegur í leiknum. Hreinasta skömm, þessir gaurar. Horfa þeir ekki á fótbolta? Þegar Halli er dæmdur í skalleinvígi, dæma á smábrot. Út og suður, djöfull er ég pirraður á þessum gaurum,“ sagði Arnar.

„Það er hiti á leiknum, hiti sem skapast út af fáranlegum ákvörðunartökum. Þeir jöfnuðu leikinn þegar hann var löngu fucking búinn. Dómarar skapa þetta, með bjánalegum ákvörðunum. Hægri vinstri, út og suður. Fucking þvæla,“ sagði Arnar að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vill meina að Arsenal væri meistari hefði hann ekki meiðst í fyrra – ,,Það er alveg klárt“

Vill meina að Arsenal væri meistari hefði hann ekki meiðst í fyrra – ,,Það er alveg klárt“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Allt breyttist og hann sagði óvænt upp störfum: Grét eftir ákvörðunina – ,,Andrúmsloftið var svo sérstakt“

Allt breyttist og hann sagði óvænt upp störfum: Grét eftir ákvörðunina – ,,Andrúmsloftið var svo sérstakt“
433Sport
Í gær

England: Níu menn Liverpool töpuðu í uppbótartíma – Dómgæslan í aðalhlutverki

England: Níu menn Liverpool töpuðu í uppbótartíma – Dómgæslan í aðalhlutverki
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið umtalaða: Jota rekinn af velli eftir tvö gul spjöld – Snerti hann leikmanninn?

Sjáðu atvikið umtalaða: Jota rekinn af velli eftir tvö gul spjöld – Snerti hann leikmanninn?