fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Jón Rúnar blandar sér í hitamálið: Þorði Vanda ekki að hringja? – „Vitum hvaða apparat var gerandinn í þeirri sprengju“

433
Þriðjudaginn 4. apríl 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH segir að KSÍ hafi illa staðið að því þegar Arnar Þór Viðarsson var rekinn úr starfi sem landsliðsþjálfari fyrir helgi.

Arnar Þór og Jón Rúnar eru frændur en Jón Rúnar er einn af þeim aðilum sem hefur unnið gríðarlegt sjálfboðastarf fyrir knattspyrnuhreyfinguna á Íslandi

„Það eru margir sem hafa hátt um ómögulegan landsliðsþjálfara, nefna félagið (FH) inn í þessu sem er mjög ódýrt. Ef ég reyni eins vel og ég get að horfa á þetta utanfrá án þess að ég sé skyldur honum. Mér fannst þetta ótrúleg ákvörðun að hálfu sambandsins,“ sagði Jón Rúnar í ítarlegu spjalli í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá.

Arnar Þór var landsliðsþjálfari sambandsins í rúm tvö ár og það gekk á ýmsu, Guðni Bergsson, fyrrum formaður og stjórn sambandsins sögðu af sér sér.

„Þetta á sér lengri sögu, ég nenni ekki að fara yfir það þegar Arnar er ráðinn. Hann er ráðinn, það er ástand og það er til landslið. Geggjaður árangur hjá því landsliði, svo er hann að keyra heim með landsliðið og þá springur rútan. Það springur allt í tætlur, við vitum hvaða apparat var gerandinn í þeirri sprengju,“ segir Jón Rúnar.

Arnar Þór stóð um tíma einn í storminum eftir að stjórn og formaður sögðu af sér. Hann fékk inn Vöndu Sigurgeirsdóttir sem formann og nýja stjórn, aðilar sem höfðu litla reynslu og þekkingu af störfum sambandsins.

„Áfram er haldið, hann landsliðsþjálfarinn. Það eru gerðar kröfur um þá sem eru ekki valdir, þú lendir í svona spinning wheel. Svo geta menn nú fari að tala um hvernig átti að bregðast við, það er óþekkt ástand. Það er þarna sem þetta byrjar, forystan og ég hef sagt það áður. Það á við um KSÍ eins og aðra, það nær enginn árangri, þjálfari, nema að hann sé með alvöru forystu á bak við sig. Fyrirgefið þjálfarar sem hafa haldið annað, svona er þetta,“ segir Jón og heldur áfram.

„Þarna byrjar þetta, það er ekki opinber og kemur hvergi í ljós stuðningur. Sem þú þarft á að halda , það er ekkert mál að vera með á myndinni það það gengur vel. Það eru sumir sem hlaupa út úr þessum ramma þegar illa gengur, þá átt þú að vera. Ég vitna bara í það, mitt árið 2022. Þá kom það fram að formaðurinn hafði haft samband við fyrrverandi landsliðsþjálfara, það er annar á samning. Það er ekkert óeðlilegt að það sé gert en það er ekki í lagi að það komi fram,“ segir Jón Rúnar og á þar við viðræður Vöndu við Heimi Hallgrímsson um að taka við landsliðinu.

Vanda viðurkenndi að hafa opnað samtali við Heimi en lét það fylgja með að Arnar Þór væri á góðri vegferð og ætti skilið traust til að halda áfram,

„Það veikir þann sem er fyrir, í framhaldi er viðtal við formanninn þar sem lýst er yfir stuðningi. Þetta er í september 2022 og fólk segist vera ánægt með þróunina á málum,“ segir Jón.

„Þjálfarar heilt yfir eru ekki bjánar, þú vilt fara inn í umhverfi sem er professional og umhverfi sem hefur það orð á sér að það bakki upp aðila. Ég held að það sé erfitt fyrir þá sem skoða umhverfið að ætla því að þú njótir þess, skilaboðin eru að við ætlum að fara á stórmót. Það er enginn að spá í því hver efniviðurinn sé, það er ekki framsetningin. Er það raunhæft miðað við það sem á undan er gengið, miðað við það sem höfum misst,“ segir Jón Rúnar.

„Við erum með ungt og reynslulítið lið, það þýðir það að þú verður að stýra væntingum þínum miðað við þetta. Þú getur ekki bara sagt að þú ætlir að fá æðislega góðan þjálfara sem þú ætlar með á stórmót.“

Jón rakti svo dagana áður en Arnar Þór var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara.

„Menn ákváðu að fara í vegferðina, það er bara þannig að menn voru fyrir Bosníu leikinn að jafntefli væri sigur. Stig væri sigur, matið hefur verið að við gátum alveg eins tapað. Við töpuðum illa og þetta var hræðileg frammistaða, það var lið sem tapaði í enska boltanum 7-0 á móti öðru ágætis liði. Hvernig ætlar þú að halda vegferðinni áfram? Hvað ætlar þú að gera ef vegferðin með nýjan þjálfara fer illa af stað.

„Ég veit að þetta var ekki ákveðið á kaffistofunni, þetta var ekki á dagskrá. Þetta birtist fólki þannig að þetta hafi verið uppákoma, það vita það allir sem vilja það, að segja að þetta hafi verið sameiginlegt niðurstaða, það var ekki. Það er óvirðing gagnvart þeim einstaklingum sem voru ekki á sama máli, hver talar við einstaklinginn er svo framkoma?,“ segir Jón en þrír af tíu úr stjórn vildu ekki reka Arnar.

Jón virtist svo ýja að því að Vanda hafi ekki hringt í Arnar til að reka hann. „Eru allir vissir um að hún hafi tekið símtalið? Látum það eiga sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist
433Sport
Í gær

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu
433Sport
Í gær

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar