fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Telja að Zlatan sé búinn að segja sitt síðasta – Óvíst hvort hann spili aftur

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. apríl 2023 22:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalskir fjölmiðlar fjalla nú um það að Zlatan Ibrahimovic sé í raun búinn sem leikmaður AC Milan.

Zlatan var lengi einn allra besti sóknarmaður heims en hann er 41 árs gamall og er enn að spila í hæsta gæðaflokki.

Zlatan kom aftur til AC Milan árið 2020 og hefur skorað 34 deildarmörk í 64 leikjum en þetta tímabil hefur ekki verið frábært.

Svíinn meiddist á dögunum og verður frá í allt að mánuð en hann hefur verið mikið meiddur á þessari leiktíð.

Zlatan hefur aðeins spilað fjóra leiki og skorað eitt mark eftir að hafa gert átta mörk í 23 leikjum á síðasta tímabili.

Aldurinn er því klárlega farinn að tala sínu máli og eru taldar góðar líkur á að hann leggi skóna á hilluna í sumar.

Alls hefur Zlatan misst af 68 leikjum síðan hann kom til Milan 2020 en hann hefur ekki glímt við of mörg erfið meiðsli á ferlinum.

Zlatan sneri nýlega til baka eftir að hafa slitið krossband en er nú meiddur á ný og er óvíst hvort hann spili fleiri leiki á tímabilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fékk 21 árs dóm fyrir voðaverkin – Var allsgáður er hann framdi verknaðinn

Fékk 21 árs dóm fyrir voðaverkin – Var allsgáður er hann framdi verknaðinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni
433Sport
Í gær

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Í gær

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar