fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Ferguson og Wenger fyrstu stjórarnir í Frægðarhöllina

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. mars 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger hafa verið teknir inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar og eru fyrstu knattspyrnustjórarnir til þess.

Wenger gerði Arsenal þrisvar að Englandsmeisturum en Ferguson tókst það þrettán sinnum með Manchester United. Sá síðarnefndi er jafnframt sá sigursælasti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég er himinlifandi með að vera tekinn inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar. Það er heiður þegar að maður fær viðurkenningu á borð við þessa. Hins vegar stend ég ekki einn að baki þeim árangri sem náðist. Þetta snýst um starfið sem var unnið hjá Manchester United og tengslin sem byggðust þar upp á mínum tíma þar. Þá er ég stoltur af félaginu, starfsliðinu sem og leikmönnum mínum,“ segir Ferguson.

Skotinn er sáttur að fá Wenger með sér inn í frægðarhöllina. Wenger er til að mynda sá eini sem hefur farið í gegnum heilt tímabil í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik. Það gerði hann tímabilið 2003-2004 þegar Arsenal varð Englandsmeistari síðast.

„Arsene verðskuldar þessa viðurkenningu. Hann gjörbreytti Arsenal á frábæran hátt. Þeir urðu að erfiðum mótherja og við vildum báðir vinna svo mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu – Þrjár áhugaverðar breytingar og Hörður Björgvin byrjar

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu – Þrjár áhugaverðar breytingar og Hörður Björgvin byrjar
433Sport
Í gær

Ferguson tjáir sig um United og gengi liðsins – Hrósar sérstaklega einum leikmanni sem var keyptur í sumar

Ferguson tjáir sig um United og gengi liðsins – Hrósar sérstaklega einum leikmanni sem var keyptur í sumar