fbpx
Föstudagur 09.júní 2023
433Sport

Ronaldo heimspekilegur þegar hann var spurður út í United – „Á toppi fjallsins er oft erfitt að sjá hvað er á botninum“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. mars 2023 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo segist vera betri maður í dag eftir að hafa upplifað erfiðleika hjá Manchester United, enska félagið rifti samningi hans í nóvember eftir frægt viðtal við Piers Morgan.

Ronaldo snéri aftur til Manchester United sumarið 2021 og byrjaði vel en það fór að halla undan fæti og Ronaldo virkaði pirraður innan sem utan vallar.

„Manchester United? Ég held að allt gerist í lífinu af ástæðu. Ég kann að meta það að hafa gengið í gegnum þetta til að sjá hverjir eru með mér í liði, á erfiðum tímum kemur það í ljós,“ segir Ronaldo.

Ronaldo gekk í raðir Al-Nassr í Sádí Arabíu en er nú mættur í verkefni með landsliði Portúgals. Þar tjáir hann sig í reynd í fyrsta sinn um Manchester United og hlutina þar.

„Þetta var ekki góður tími á mínum ferli sem atvinnumaður. Það er ekki tími í lífinu til þess að sjá á eftir hlutum, lífið heldur áfram. Þetta var hluti af því að þróast, á toppi fjallsins er oft erfitt að sjá hvað er á botninum og það gerðist hjá mér.“

„Núna sé ég það og þetta var lærdómur fyrir mig sem manneskju. Ég hafði aldrei upplifað svona áður. Ég er betri maður í dag.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

West Ham vill kaupa manninn sem skoraði bara marki minna en Bukayo Saka

West Ham vill kaupa manninn sem skoraði bara marki minna en Bukayo Saka
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

UEFA óttast það versta og biður fólk um að mæta níu klukkutímum fyrir leik

UEFA óttast það versta og biður fólk um að mæta níu klukkutímum fyrir leik
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Piers Morgan veður í Messi og ber þetta saman við Ronaldo

Piers Morgan veður í Messi og ber þetta saman við Ronaldo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Harry Kane fer fyrir nýrri auglýsingu Tottenham þrátt fyrir allar sögusagnirnar

Harry Kane fer fyrir nýrri auglýsingu Tottenham þrátt fyrir allar sögusagnirnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gylfi Þór á lista yfir 100 dýrustu í sögunni – Kostaði 7,4 milljarða en það er lítið miðað við marga aðra

Gylfi Þór á lista yfir 100 dýrustu í sögunni – Kostaði 7,4 milljarða en það er lítið miðað við marga aðra
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu David Moyes stíga trylltan dans í klefanum í nótt – Leikmenn West Ham höfðu gaman af

Sjáðu David Moyes stíga trylltan dans í klefanum í nótt – Leikmenn West Ham höfðu gaman af