fbpx
Laugardagur 25.mars 2023
433Sport

Segir ákvörðunina um möguleg skipti Greenwood liggja hjá Heimi – Yrði boðinn velkominn til Jamaíka

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 18:54

Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Jamaíka / Getty, samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram­kvæmda­stjóri jamaíska knatt­spyrnu­sam­bandsins segir að það sé undir þjálfara lands­liðsins, Heimi Hall­gríms­syni komið hvort reynt verði að sann­færa Mason Greenwood um að leika fyrir lands­liðið.

Frá þessu greinir Dennis C­hung, fram­kvæmda­stjóri jamaíska knatt­spyrnu­sam­bandsins í sam­tali við Jama­i­ca Ob­server og segir að sam­bandið muni bjóða Greenwood vel­kominn vilji hann spila fyrir lands­liðið Jamaíka.

Greenwood er leik­maður Manchester United en á dögunum voru á­kærur á hendur honum, er sneru meðal annars að til­raun til nauðgunar, líkams­á­rásar og stjórnandi hegðunar gegn fyrr­verandi kærustu hans, látnar niður falla á.

Greenwood hefur hvorki æft né spilað með Manchester United síðan að hann var hand­tekinn í janúar á síðasta ári. Þá er ljóst að sú verður raunin á­fram en Manchester United hefur sett af stað innri rann­sókn þar sem á­kvarðað verður hvað fram­tíð leik­mannsins hjá fé­laginu ber í skauti sér.

Greenwood á að­eins að baki einn A-lands­leik fyrir Eng­lands hönd, sá leikur var gegn Ís­landi. Þar með getur hann enn leikið fyrir önnur lands­lið sem hann er gjald­gengur í. Leik­maðurinn hefur tengingu við Jamaíka og hafa for­ráða­menn jamaíska knatt­spyrnu­sam­bandsins reynt í nokkur skipti til þess að fá hann yfir í jamaíska lands­liðið.

„Við myndum ekki úti­loka hann,“ sagði Dennis C­hung, fram­kvæmdar­stjóri jamaíska knatt­spyrnu­sam­bandsins í sam­tali við Jama­i­ca Ob­server.

„Þetta er hins vegar á­kvörðun sem þjálfari liðsins myndi þurfa að taka. Ef þjálfarinn telur að hann ætti að verða valinn í lands­liðið, þá er það á­kvörðun sem liggur hjá honum einum. Hann (Greenwood) er að­eins 21 árs og á bjarta fram­tíð fyrir höndum sér. Ég tel að hann myndi bæta hvað lið sem er.“

Greenwood sé sak­laus maður, að mati C­hung, eftir að allar á­kærur gegn honum, sem sneru meðal annars að til­raun til nauðgunar, líkams­á­rásar og stjórnandi hegðunar gegn fyrr­verandi kærustu hans, voru látnar niður falla á dögunum.

„Hann hefur verið sýknaður af dóm­stólum, og ef hann hefur verið sýknaður af dóm­stólnum þá þýðir það að hann er ekki sekur. Þess vegna er það undir þjálfurunum komið hvort hann verður valinn eður ei.“

Ís­lendingurinn og Eyja­maðurinn Heimir Hall­gríms­son er nú­verandi lands­liðs­þjálfari jamaíska lands­liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu atvikið: Var brugðið er hann fékk veður af stórtíðindunum í beinni útsendingu – „Er bara að heyra af þessu fyrst núna“

Sjáðu atvikið: Var brugðið er hann fékk veður af stórtíðindunum í beinni útsendingu – „Er bara að heyra af þessu fyrst núna“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fetta fingur út í ummæli Arnars Þórs eftir leik í gær – „Við sáum þetta ekki“

Fetta fingur út í ummæli Arnars Þórs eftir leik í gær – „Við sáum þetta ekki“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rooney bregst við stórtíðindum gærkvöldsins í færslu á samfélagsmiðlum

Rooney bregst við stórtíðindum gærkvöldsins í færslu á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: FHingar frumsýna nýjar treyjur fyrir komandi tímabil með veglegu myndbandi

Sjáðu myndbandið: FHingar frumsýna nýjar treyjur fyrir komandi tímabil með veglegu myndbandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skandall í Bæjaralandi: Frétti af brottrekstrinum í fjölmiðlum – Eftirmaðurinn nú þegar fundinn

Skandall í Bæjaralandi: Frétti af brottrekstrinum í fjölmiðlum – Eftirmaðurinn nú þegar fundinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sérfræðingarnir voru spurðir: Á að reka Arnar Þór? – „Hann verður að vera áfram og sjá þetta í gegn“

Sérfræðingarnir voru spurðir: Á að reka Arnar Þór? – „Hann verður að vera áfram og sjá þetta í gegn“