fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Hegðun Mason Greenwood á Instagram um helgina vekur gríðarlega athygli

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 09:00

Hariet Robson unnusta Greenwood birti myndir af sér þar sem hún var meðal annars öll í blóði. Eftir það var hann handtekinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood framherji Manchester United gerði miklar breytingar á Instagram síðu sinni um helgina. Hefur þetta vakið gríðarlega athygli.

Greenwood var fyrir helgi hreinsaður af öllum ásökunum um gróft ofbeldi. Hann hefur ekki spilað fótbolta í meira en ár í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, stjórnandi hegðun og líkamsárás, allt gegn fyrrverandi kærustu sinni Harriet Robson.

Robson birti myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum og sakaði Greenwood um gróft ofbeldi. Lykil vitni í málinu létu svo lögreglu vita að þau myndu ekki bera vitni og þá komu ný gögn fram sem varð til þess að lögreglan lét málið niður falla.

Greenwood má ekki mæta á æfingar hjá United og skoðar félagið málið, mikið ákall er um það að félagið noti hann ekki vegna þeirra ásakana sem Robson setti fram.

Greenwood fór á Instagram í gær og skráði sig sem leikmann Manchester United og sem Nike íþróttamanna. Nike rifti samningi Greenwood þegar ásakanir á hendur honum komu upp, óvíst er hvort sú riftun falli úr gildi nú þegar málið er farið af borði lögreglu.

Þá hreinsaði Greenwood til í myndum á Instagram síðu sinni og tók út forsíðumyndina af síðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fá á baukinn fyrir að bjóða dæmdum manni í heimsókn

Fá á baukinn fyrir að bjóða dæmdum manni í heimsókn
433Sport
Í gær

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu
433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“