fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Kveðst hafa nýtt hlutverk fyrir Sancho sem var að snúa aftur

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 08:13

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho sneri aftur á knattspyrnuvöllinn í gær í fyrsta sinn síðan í október. Hann hefur verið að glíma við meiðsli.

Kappinn kom inn á sem varamaður fyrir Manchester United eftir rúman klukkutíma leik í 2-0 sigri liðsins á Nottingham Forest.

Þetta var seinni leikur liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins. United vann fyrri leikinn 0-3 og er því komið í úrsltitaleikinn. Þar verður Newcastle andstæðingurinn.

Erik ten Hag stjóri United talaði vel um Sancho að leik loknum. Hann talaði um að hann gæti einnig fengið nýtt hlutverk og spilað í tíunni, fyrir aftan framherja.

„Við höfum gert þetta áður. Við getum fært Bruno utar og skapað nýja dýnamýk,“ segir Ten Hag.

„Jadon getur spilað sem tía líka. Hann getur spilað á kanti. Oft þá blöndum við þessu saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga